"Mexíkóskt Tamales með Libertad" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Mexíkóskt Tamales með Libertad

14.900 kr
- +

“Mexíkóbúar elska mat og þeir elda og borða með hjartanu” segir Libertad Venegas félagsfræðingur, sem býr og starfar á Íslandi. Libertad ólst upp í útjaðri Mexíkó City og er engin undantekning hvað matarástina varðar því hún elskar að elda mat frá heimalandi sínu. Hún hefur tekið þátt í nokkrum “pop up” viðburðum á Íslandi og það sem orðspor sem af henni fer barst til okkar hingað í Salt Eldhús.

Libertad  ætlar að kenna okkur að matbúa Mexíkóskt “tamales”. Hefðbundið tamales er maís-deig vefja fyllt með t.d. kjöti og/eða grænmeti og osti eða ávöxtum og síðan vafin inn í blöðin utanaf maískólfinum eða inn í bananablöð og elduð þannig. Þessi aldagamli réttur er samofin menningu Mexíkó og Mið- Ameríku, þekktur meðal Azteka og Maya indjána sem og hinum eldri menningarheimum Olmec og Toltec. Kostir tamales voru m.a. að það var auðvelt að taka það með sér, ferðast með það langar leiðir, í veiðiferðir og sem kost fyrir hermenn. Tamales var jafnframt álitin heilög fæða, fæða guðanna, en Aztekar, Mayar, Olmekar og Toltekar litu allir á sig sem “maís fólk” (people of corn), og tamales gegndi því ríku hlutverki í trúarathöfnum þeirra og hátíðum.

Á námskeiðinu kennir Libertad að gera 2 tegundir af tamales, “roja” og “verde” eða rautt og grænt en hvorutveggja eru með kjötfyllingu. Hún kennir líka hvernig við gerum sérstakan Mexíkóskan drykk sem gjarnan er hafður með tamales.

Á námskeiðinu eldum við:

  • Tamales de Puerco (salsa roja)
  • Tamales de Pollo (salsa verde)
  • Aguas frescas/Horchata.

Innifalið er allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu. Eftir að búið er að útbúa matinn sláum við upp veislu og gæðum okkur á afrakstrinum Þátttakendur fá síðan uppskriftirnar með sér heim.

Kennari á námskeiðinu er Libertad Venegas

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 2 klst.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað