"Frankie roll, Mumbai "street-food"" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Frankie roll, Mumbai "street-food"

14.900 kr

Dagsetning

Uppselt

Frankie roll vefja er einn vinsælasti götubitinn á Indlandi. Vefjan gengur undir ýmsum nöfnum eins og kati roll, frankie food, frankie recipe og fleira. Frankie vefja er indverskt brauð sem er kallað “chapati” steikt í olíu og eggi og er ýmist fyllt með mjúk krydduðu kartöflukökum (frankie masala) eða krydduðum kjúklingabitum eða “paneer”osti ásamt allskyns grænmeti. Síðan er settur piklaður rauðlaukur og grænt chili, myntusósu hellt yfir og brauðinu vafið upp í rúllu. Alls konar útgáfur eru til af þessum rétt og eigendur matarvagna sem eru með þessa gómsætu vefju til sölu passa vel upp á að uppskriftin þeirra sé vel geymt leyndarmál. Nú höfum við í Salt eldhúsi þróað uppskriftir af þessari girnilegu vefju og deilum henni með ykkur.

Á námskeiðinu gerum við:

  • Indverskt chapati brauð
  • Mjúkkryddaða indverska kartöflufyllingu
  • Kryddaða kjúklingabita fyllingu
  • Pikklaðan lauk og chili
  • Myntusósu
  • Indverskan jógúrt-mango drykk (mango lassi)

Gerðar eru vefjur með 2 mismunandi fylingum. Þátttakendur vinna saman tveir og tveir og gera sínar vefjur (2 vefjur á mann), þannig að hver þátttakandi fái eina vefju af hvorri sort (eða 2 grænmetisvefjur ef er grænmetisæta).

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftir af því sem gert er til að taka með sér heim. Þátttakendur gæða sér á afrakstrinum í lok námskeiðsins.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 2 klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.