"Franskar tartes með Sylwiu" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Franskar tartes með Sylwiu

14.900 kr

Dagsetning

- +

Sylwia frá Tarte Factory er konan sem maður leitar til ef maður ef á höttunum eftir guðdómlegum sætum bökum. Franskar "tartes", fylltar með sítrónukremi, súkkulaði, vanillukremi, jarðarberjum eða öðrum ferskum ávöxtum, gljáðar með apríkósumauki eru algjörlega ómótstæðilegar í einfaldleika sínum, bæði fallegar og gómsætar.

Á námskeiðinu verður farið vandlega yfir allar þær aðferðir sem hægt er að nota við að útbúa sætar bökuskeljar sem eru gerðar frá grunni, ásamt kremum, fyllingum og þeim fersku ávöxtum sem notast er við. Þáttakendur fá allir fjórar bökur til að taka með sér heim. Athugið, þetta námskeið er kennt á ensku.

Við lærum að gera:

  • Fullkomna bökuskel frá grunni
  • Lemon curd (sítrónusmjör)
  • Crème pâtissière (franskt vanillukrem)
  • Súkkulaðifyllingu
  • Apríkósugljáa
  • Baka nokkrar mismunandi tegundir af bökum

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftirnar og bökur til að taka með heim.

Kennari á námskeiðinu er Sylwia Olszewska

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 10.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.