"DEIG!" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

DEIG!

16.900 kr

Dagsetning

- +

Á þessu námskeiði er kennt að gera nokkrar klassískar deig tegundir sem er gaman að ná góðum tökum á. Við byrjum námskeiðið á að sjá hvernig vatnsdeig er gert og gerum vatnsdeigs turn með súkkulaði, s.k. “profiteroles” upp á frönsku. Steikjum líka úr vatnsdeiginu  hinar frægu spönsku “churros” og förum yfir hversu fjölbreyttan bakstur er hægt að gera úr þessu skemmtilega deigi.  Því næst lærum við að fullkomna smjördeig með mun fljótlegri aðferð en þeirri klassísku. Smjördeigið takið þið með heim en í tímanum bökum við gómsæt vínarbrauð og fleira gott úr smjördeigi og smökkum á. Förum þar á eftir í saumana á því hvað gerir bökudeig fullkomið og lærum nokkrar sniðugar aðferðir og öll “trixin”. Nemendur gera síðan sína eigin böku, annaðhvort eplaböku eða grænmetisböku og taka með heim.

Á námskeiðinu er kennt að gera:

Vatnsdeig (choux pastry)

  • Vatnsdeigs turn (profiteroles)
  • Churros

Bökudeig (shortcrust pastry)

  • Grænmetisbaka

Sætt bökudeig (sweet shortcrust pastry)

  • Frönsk eplabaka

Smjördeig (puff pastry)

  • Kanelsnúðar
  • Ostastrá

Innifalið er: allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða, afnot af svuntu og áhöldum sem til þarf auk umbúða fyrir það sem þið takið með heim. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu. Þátttakendur fá allar uppskriftir með sér heim.

Boðið verður upp á hressingu, kaffi eða te þar sem einnig verður smakkað á góðgætinu sem bakað er á námskeiðinu. Að lokum taka allir sína böku með sér heim ásamt smjördeiginu sem gert er.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 3 - 3 1/2  klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.