"Mexíkó fyrir 12-14 ára unglinga" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Mexíkó fyrir 12-14 ára unglinga

14.900 kr
- +

Hér er á ferðinni stutt námskeið sem ætlað er fyrir 12-14 ára unglinga. Við einbeitum okkur að tortillu-kökum og lærum að gera þær frá grunni úr maísmjöli. Úr þeim gerum við „taco´s“með mismunandi fyllingum. Þið lærið að gera gómsætt lárperumauk, chimichurri-sósu sem allir elska og chipotle mæjó. Pikklaði rauðlaukurinn og límónan er ekki langt undan til að koma öllum í sanna Mexíkóska stemmingu. Viva Mexíkó!

Á námskeiðinu er kennt að gera:

  • Maís tortillakökur frá grunni
  • 2 mismunandi kjötfyllingar í taco´s
  • Lárperumauk
  • Chimichurri-sósu
  • Chipotle mæjó
  • Pikklaðan rauðlauk

Innifalið er allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu. Í lok námskeiðsins gæða þátttakendur sér á afrakstrinum. Allir fá síðan uppskriftir með sér heim.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður

Námskeiðið hefst kl 12:00 og stendur í 2 klst.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað