"Hin fullkomna steik" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Hin fullkomna steik

20.900 kr

Dagsetning

- +

Ægir Friðriksson magtreiðslumeistari þekkir góða steik þegar hann sér hana. Hann ætlar að kenna okkur að velja og matreiða hina fullkomnu steik, hvorki meira né minna og í leiðinni að sýna okkur hvernig eigi að gera góða sósu og elda einfalt, skothelt og ljúfengt meðlæti.  Ægir tekur fyrir naut, lamb og önd og kennir helstu matreiðsluaðferðir og undirbúning og sýnir okkur m.a. hvernig kjöt er eldað með sous-vide. Sósur munu einnig fá pláss, því engin er steik án sósu, þó svo að aðaláherslan sé á sjálfar steikurnar. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum.

Matseðill sem eldaður verður á námskeiðinu:

  • Lambahryggur á beini með kryddhjúp
  • Andabringa með 5 spice kryddhjúp
  • Nauta carpaccio (óhefðbundið)
  • Bernaise-sósa
  • Piparsósa
  • Meðlæti

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftir af því sem gert er.

Kennari á námskeiðinu er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari við Hótel & Veitingaskólann.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í ca 3 ½ klst.

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 12.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.